top of page

Enska í unglingadeild Skólaárið 2014 - 2015

 

 

 

 

 

 

 

Velkomin á enskusíðu unglingadeildar

 

Hér að neðan má finna upplýsingar um námsefni, kennsluáætlanir og ýmislegt ítarefni sem snýr að enskukennslu vetrarins. Að auki má hér sjá vefsíður sem aukið gætu færni nemenda enn frekar og þeir geta nýtt sér heima. 

 

Undir hverjum hnapp má finna kennsluáætlanir og/eða verkefni hvers árgangs. Ný áætlun kemur inn fyrir hverja lotu en misjafnt er hversu langar loturnar eru hverju sinni.

 

Áætlun lotunnar (lota 5) sem nú er í gangi hjá nemendum (07. apríl. - 22. maí.) gerir ráð fyrir að nemendur vinni í námsefninu Spotlight sem samanstendur af les- og vinnubók. Nemendur vinna samkvæmt lotuáætlun sem skipt er niður í þrjú tímabil. Í lok hvers tímabils þurfa nemendur að hafa unnið ákveðnar blaðsíður til að teljast hafa lokið tímabilinu. Í þessari námslotu vinna nemendur einnig einstaklingsverkefni sem heitir "My rolemodel" en þar kynna nemendur einhvern einstakling/a sem þeir telja að hafi framkvæmt eitthvað sem hægt er að líta upp til og hafa sem fyrirmynd. Fyrirmyndina má kynna á hvern þann hátt sem nemendur kjósa. Að auki verða tímaverkefni frá kennara sem tengjast annað hvort námsefninu eða teljast til sérstaks uppbrots. Skiladaga hvers tímabils innan lotunnar sem nú stendur yfir má finna á lotuáætluninni sjálfri og eru nemendur hvattir til að fylla inn í hana sjálfir til að halda utan um vinnuna sína og koma þannig í veg fyrir að einhverjar blaðsíður verði óunnar í lok hvers tímabils. 

 

ATHUGIÐ! Gert er ráð fyrir að allir nemendur hafi enska bók í fórum sínum hér í skólanum sem þeir geta gripið til í lestrartímum en einhverjir slíkir verða reglulega fram á vorið. Langar að benda á að hægt er að fara niður í kjallara í Pennanum og versla þar ýmsar enskar kiljur þar sem vakið gætu áhuga. Einnig er hægt að nýta Amtsbókasafnið eða fá lánað hjá vinum og/eða vandamönnum. Þeir sem vilja frekar hlusta en lesa geta nýtt sér hljóðbókasafnið (hafi þeir lesblindugreiningu) eða athugað hvort að bókin sem valin er finnst sem hljóðbók á Amtsbókasafninu.  

 

 

 

"I think, therefore I am" - René Descartes
bottom of page